Deild:  


Eiríkur Elís Þorláksson, deildarforseti lagadeildar

Deild:Samfélagssvið / Lagadeild 
Aðsetur:3ja hæð Mars 
Sími:   GSM: +(354) 8990193 
Netfang:eirikurethru.is 
Vefur:https://www.ru.is/haskolinn/starfsfolk/eirikureth

Ferilskrá

 Stutt útgáfa úr ferilskrá:

 

Eiríkur Elís útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands 2001 sem cand. jur. Þá er hann með LL.M gráðu frá King‘s College London í alþjóðlegum fjármögnunarrétti (Law of International Finance).  Hann starfaði sem lögfræðingur hjá óbyggðanefnd 2001 til 2002. Var löglærður fulltrúi hjá Lögmönnum Skólavörðustíg 6b 2002-2004. Var eigandi lögfræðiskrifstofunnar Nestor frá 2004 og LEX (eftir sameiningu við Nestor) til 2011.

 

Eiríkur Elís er dósent og deildarforseti við lagadeild Háskólans í Reykjavík þar sem hann hefur starfað frá 2012. Hans sérsvið eru alþjóðlegur einkamálaréttur, réttarfar, kröfuréttur og opinber innkaup. Eiríkur Elís hefur verið gistifræðimaður við Leuven háskólann í Belgíu.

 

Eiríkur Elís er með leyfi til að flytja mál fyrir Hæstarétti Íslands og er meðlimur í Lögmannafélagi Íslands. Hann hefur flutt yfir hundrað mál fyrir íslenskum dómstólum. Þá hefur hann verið dómkvaddur matsmaður af íslenskum dómstólum og fenginn til að gefa sérfræðiálit fyrir dómstólum í Englandi og Svíþjóð.

 

Ennfremur hefur hann sinnt ritstjórnarstörfum; var framkvæmdarstjóri Bókaútgáfunnar Codex frá 1999 til 2001 og sat í stjórn útgáfunnar frá 2001-2007, þar af sem stjórnarformaður frá 2005-2007, og hefur átt sæti í ritstjórn Tímarits Lögréttu frá 2014. Hann situr í stjórn Gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands. Þá hefur hann gegnt stjórnarstörfum fyrir Stoðir hf. (frá 2008-2013, sem stjórnarformaður), Lex lögmannsstofu (2005-2007), Tryggingarmiðstöðina hf. (frá 2011-2013 (varamaður 2011)) og í stjórn Salmon Tails ehf. (frá 2011 sem stjórnarformaður).

 

Eiríkur Elís hefur hefur haldið fjölmarga fyrirlestra og birt greinar í fagtímaritum en um þær vísast til meðfylgjandi kafla. 


Menntun

2008 Hæstaréttarlögmaður

2008 LL.M. King´s College London

2002 Héraðsdómslögmaður

2001 Cand. jur. Háskóli Íslands


Starfsferill

2019- Háskólinn í Reykjavík. Deildarforseti

2013- Háskólinn í Reykjavík. Lektor, dósent

2012-2013 Háskólinn í Reykjavík. Sérfræðingur.

2005-2011. LEX. Eigandi.

2004-2005. Nestor lögmenn. Eigandi.

2002-2004. Lögmenn Skólavörðustíg 6b. Fulltrúi.

2001-2002. Óbyggðanefnd. Lögfræðingur.

Kennsluferill í HR

Meira...

Kennsla utan HR

2012-2014 Háskólinn á Bifröst. Lagadeild. Skaðabótaréttur

2002-2007 Háskóli Íslands. Viðskipta- og hagfræðideild. Félagaréttur, kröfuréttur og réttarfar.


Rannsóknir

  • Alþjóðlegur einkamálaréttur. Bók. 2019. 
  • Fullnusta erlendra dómsúrlausna. Afmælisrit Jóns Steinars Gunnlaugssonar 2017.
  • Sönnun erlendra reglna. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2016.
  • "Proof of Foreign Law Before Icelandic Courts". Journal of Private International Law, 2016.
  • Kyrrsetning og skilyrði hennar. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2015.
  • Útilokun erlendra reglna frá íslenskum rétti. Tímarit Lögréttu, 1. hefti 2015.
  • Varnarþing í vátryggingamálum samkvæmt Lúganósamningnum. Úlfljótur 2015.
  • Litis pendens í alþjóðlegum einkamálarétti. Tímarit lögfræðinga, 2. tbl. 2014.
  • Ekki má dæma ákærða fyrir aðra hegðun en þá sem í ákæru greinir. Úlfljótur. 1. tbl. 2013.
  • Tjón vegna missis hagnaðar við verkframkvæmdir. Um dóm Hæstaréttar 20. september 2012 í máli nr. 416/2011. Lögrétta 1. hefti 2013. 
  • Meginreglur um lagaval innan samninga og undantekningar frá þeim. Tímarit lögfræðinga 1. hefti 2012.
  •  Hugtakið innstæða í íslenskum rétti. Úlfljótur, 3. tbl. 65. árg. 
  • Creditors Protection through the Capital Maintenance Doctrine in the UK and in Iceland. Meistararitgerð við King´s College London 2008

 


Sérsvið

Fjármunaréttur. Gjaldþrotaréttur. Réttarfar. Opinber innkaup. Alþjóðlegur einkamálaréttur. 


Tengsl við atvinnulíf

2013- Stjórn gerðardóms Viðskiptaráðs Íslands.

2012-2013 Tryggingamiðstöðin hf. Stjórnarmaður.

2010- Salmon Tails ehf. Stjórnarformaður.

2009-2014 Stoðir hf. Stjórnarformaður.

 


Útgáfur

Ritstjórn.

  • Bókaútgáfan Codex. Framkvæmdastjóri 1999-2001. Stjórnarmaður 2001-2007 (formaður stjórnar 2005-2007)
  • Tímarit Lögréttu. Ritstjórn 2014-