Viðskiptadeild
Deildarforseti:Dr. Jón Þór Sturluson
Vefpóstur:vd@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/vd
KennararSkoða
BSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein
Annir:6
Ár:3
Einingar:180
Um námsleiðinaBSc-nám í viðskiptafræði með  lögfræði sem aukagrein samtvinnar þekkingu í viðskiptafræði og lögfræði með það að markmiði að nemendur öðlist þekkingu í stjórnun og rekstri fyrirtækja og hljóti talsverða innsýn í lögfræði. Námið byggir á almennum viðskiptafræðigreinum eins og fjármálum, reikningshaldi, rekstrarhagfræði, markaðsfræði og stjórnun, auk námskeiða í lögfræði eins og félagarétti, stjórnslýslurétti og fjármunarétti.  
HæfniviðmiðSkoða
FagréttindiBSc í viðskiptafræði með lögfræði sem aukagrein
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Vorönn/Spring 2024
Nánari upplýsingarFélagarétturSkyldaL-202-FELA8 Einingar
Ár
1. árPrenta
ÖnnVorönn/Spring 2024
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Arnljótur Ástvaldsson
Helga Kristín Auðunsdóttir
Lýsing
Um er að ræða grunnnámskeið í félagarétti. Í upphafi námskeiðs verður fjallað um viðfangsefni og réttarheimildir félagaréttar, eðli samstarfs í formi félaga og þau borin saman við önnur samvinnu- og rekstrarform. Gerð verður grein fyrir helstu félagaformum íslensks réttar, einkennum þeirra og þau borin saman. Á námskeiðinu verður sérstök áhersla lögð á hluta- og einkahlutafélög, en þessi félagaform eru algengust í íslensku viðskiptalífi. Í því sambandi verður farið yfir dæmigerð félagaréttarleg álitaefni sem á getur reynt í rekstri félaga, bæði frá fræðilegu og raunhæfu sjónarhorni. Meðal þess sem fjallað verður um verður: (i) einkenni svokallaðrar takmarkaðrar ábyrgðar hluthafa, þ.m.t. kosti og galla hennar og möguleika dómstóla á að aflétta slíkri ábyrgð („e. lifting the corporate veil“); (ii) stofnun félaga; (iii) hluti og hlutafé félags, þ.m.t. greiðslu hlutafjár, hækkun hlutafjár, eigin hluti, arðgreiðslur og lán og ábyrgðir félags vegna kaupa á hlutum; (iv) stjórnkerfi hlutafélaga, þ.m.t. stöðu stjórnar, framkvæmdastjóra og hluthafa, hverra um sig og innbyrðis; (v) stöðu (vernd) kröfuhafa félaga; (vi) minnihlutavernd; (vii) fjármögnun félaga; (viii) félagasamstæður og álitaefni þeim tengd, þ.m.t. vernd kröfuhafa; (ix) samruna, slit og skiptingu félaga; og (x) réttarúrræði aðila sem telja á sér brotið í tengslum við rekstur félags.
Námsmarkmið
-Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að: Kunna skil á helstu félagaformum íslensks réttar og hafa öðlast haldgóða þekkingu á reglum um hluta- og einkahlutafélög. -Hæfni: Við lok námskeiðs vera færir um að nýta þekkingu sína til að fjalla um og leysa úr álitaefnum á sviði félagaréttar, bæði raunhæfum og fræðilegum. -Leikni: Við lok námskeiðs eiga nemendur að geta nýtt sér þekkingu á grunnstoðum félaga og helstu reglur þannig að það styðji við það sem framundan er í náminu sem og viðfangsefni eftir útskrif.
Námsmat
Verkefni (30%), raunhæft verkefni (10%) og skriflegt lokapróf (60%)
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Kennsla verður í formi fyrirlestra og umræðna í tímum.
TungumálÍslenska
Nánari upplýsingarFjármunaréttur II - Kröfuréttur IISkyldaL-205-FJA28 Einingar
Nánari upplýsingarStjórnsýslurétturSkyldaL-401-STJR8 Einingar
Nánari upplýsingarFyrirtækjarekstur - Valin lögfræðileg álitaefniSkyldaL-408-FRVL6 Einingar
Nánari upplýsingarRekstrarhagfræði ISkyldaV-201-RHAG6 Einingar
Nánari upplýsingarRekstrargreiningSkyldaV-202-REGR6 Einingar
Nánari upplýsingarStjórnunSkyldaV-203-STJ16 Einingar
Nánari upplýsingarLífið í háskóla - Velsæld 1SkyldaV-212-LIFV1 Einingar
Nánari upplýsingarHagnýt tölfræði ISkyldaV-303-TOL16 Einingar
Nánari upplýsingarRekstrarstjórnunSkyldaV-311-OPMA6 Einingar
Nánari upplýsingarStefnumótunSkyldaV-404-STEF6 Einingar
Nánari upplýsingarStrategy SimulationValnámskeiðV-413-STSI6 Einingar
Nánari upplýsingarViðskiptasiðfræði og samfélagsábyrgðSkyldaV-514-VISI6 Einingar
Nánari upplýsingarFjármálakeppni Rotman í TorontoValnámskeiðV-515-ROT23 Einingar
Nánari upplýsingarResearch CourseValnámskeiðV-571-RESC6 Einingar
Nánari upplýsingarAtferlishagfræðiValnámskeiðV-622-BEEC6 Einingar
Nánari upplýsingarCircular EconomyValnámskeiðV-635-CIEC6 Einingar
Nánari upplýsingarBSc-ritgerðSkyldaV-699-RITG12 Einingar
Nánari upplýsingarNýsköpun og stofnun fyrirtækjaSkyldaX-204-STOF6 Einingar
Nánari upplýsingarSkiptinámValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
Sumar/Summer 2024
Nánari upplýsingarSkiptinámValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
Haustönn/Fall 2024
Nánari upplýsingarAðferðafræði I - réttarheimildir og lögskýringarSkyldaL-101-ADF18 Einingar
Nánari upplýsingarStjórnskipunarrétturSkyldaL-102-STSR8 Einingar
Nánari upplýsingarÚrlausn lögfræðilegra álitaefnaSkyldaL-106-ÚRÁL6 Einingar
Nánari upplýsingarFjármunaréttur I - Samningaréttur og inngangur að almennum hluta kröfuréttarSkyldaL-115-FJM18 Einingar
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - Lífið í háskólaValnámskeiðV-100-LIFU1 Einingar
Nánari upplýsingarÞjóðhagfræðiSkyldaV-103-THAG6 Einingar
Nánari upplýsingarHagnýt stærðfræði ISkyldaV-104-STÆR6 Einingar
Nánari upplýsingarMarkaðsfræði ISkyldaV-105-MAR16 Einingar
Nánari upplýsingarFjármál fyrirtækjaSkyldaV-107-FJAR6 Einingar
Nánari upplýsingarReikningshaldSkyldaV-108-REHA6 Einingar
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - Leiðtogahæfni og skilvirk teymiValnámskeiðV-300-LEAD1 Einingar
Nánari upplýsingarHvernig skara ég framúrSkyldaV-300-SKAR0 Einingar
Nánari upplýsingarGerð og greining ársreikningaSkyldaV-307-GARS6 Einingar
Nánari upplýsingarAlþjóðaviðskiptiSkyldaV-308-ALVI6 Einingar
Nánari upplýsingarAðferðafræðiSkyldaV-502-ADFR6 Einingar
Nánari upplýsingarNeytendahegðun og markaðssamskiptiSkyldaV-523-MACO6 Einingar
Nánari upplýsingarMarkaðs- og viðskiptarannsóknirSkyldaV-528-MAVI6 Einingar
Nánari upplýsingarBSc-ritgerðSkyldaV-699-RITG12 Einingar
Nánari upplýsingarSkiptinámValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
Vorönn/Spring 2025
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - VelsældValnámskeiðV-200-VELS1 Einingar
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - Gagnrýnin hugsunValnámskeiðV-400-CRIT1 Einingar
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - StarfsframiValnámskeiðV-600-CARE1 Einingar
Haustönn/Fall 2025
Nánari upplýsingarVelgengni í námi og starfi - Framkoma og mælskulistValnámskeiðV-500-PERF1 Einingar