Lagadeild
Deildarforseti:Eiríkur Elís Þorláksson
Vefpóstur:ru@ru.is
Vefsíða:http://www.ru.is/ld
KennararSkoða
BA í lögfræði
Annir:6
Ár:3
Einingar:180
Um námsleiðinaAðaleinkenni laganámsins við HR er hversu verkefnatengt það er. Nemendur læra að tileinka sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð til að leysa úr álitaefnum með rökstuddum hætti. Nemendur takast á við fjölbreytt og áhugaverð viðfangsefni lögfræðinnar og byggja upp traustan fræðilegan grunn.
HæfniviðmiðSkoða
Námsstig1
FagréttindiBA í lögfræði
Táknmyndir
Skyldufag á brautKennslutungumál
Valfag á brautUndanfarar fyrir námskeið
Prenta
Nánari upplýsingarHeimildaleit-fræðileg skrif-lögfræðileg röksemdafærslaSkyldaL-000-UNDB0 Einingar
Nánari upplýsingarAðferðafræði I - réttarheimildir og lögskýringarSkyldaL-101-ADF18 Einingar
Nánari upplýsingarStjórnskipunarrétturSkyldaL-102-STSR8 Einingar
Nánari upplýsingarÚrlausn lögfræðilegra álitaefnaSkyldaL-106-ÚRÁL6 Einingar
Nánari upplýsingarFjármunaréttur I - Samningaréttur og inngangur að almennum hluta kröfuréttarSkyldaL-115-FJM18 Einingar
Nánari upplýsingarSjálfstætt verkefniValnámskeiðL-739-SJVE2 Einingar
Nánari upplýsingarSkiptinámValnámskeiðX-699-EXCH30 Einingar
Nánari upplýsingarFélagarétturSkyldaL-202-FELA8 Einingar
Nánari upplýsingarFjármunaréttur II - Kröfuréttur IISkyldaL-205-FJA28 Einingar
Nánari upplýsingarStjórnsýslurétturSkyldaL-401-STJR8 Einingar
Nánari upplýsingarAðferðafræðiValnámskeiðL-700-ADFE0 Einingar
Nánari upplýsingarNýsköpun og stofnun fyrirtækjaSkyldaX-204-STOF6 Einingar
Haustönn/Fall 2024
Nánari upplýsingarEinkamálaréttarfarSkyldaL-302-EMRF8 Einingar
Nánari upplýsingarFjármunaréttur III - BótarétturSkyldaL-305-FJA38 Einingar
Nánari upplýsingarEvrópurétturSkyldaL-403-EVRO8 Einingar
Nánari upplýsingarFjölskyldu- og erfðarétturSkyldaL-505-FJER6 Einingar
Nánari upplýsingarSamkeppnisrétturSkyldaL-303-SAKE8 Einingar
Nánari upplýsingarRefsirétturSkyldaL-402-REFS8 Einingar
Nánari upplýsingarFjármunaréttur IV - EignarétturSkyldaL-406-FJA48 Einingar
Ár
2. árPrenta
Önn
Stig námsgreinar1. Grunnnám, grunnnámskeið
Tegund námskeiðsSkylda
UndanfararEngir undanfarar.
Skipulag5 fyrirlestrar í viku
Kennari
Enginn skráður kennari.
Lýsing
Fræðigreinin eignaréttur er hluti fjármunaréttar, sem nær m.a. einnig yfir kröfurétt, samninga- og kauparétt og skaðabótarétt. Á þessu námskeiði verður einkum fjallað um þær grundvallarreglur eignaréttar sem gilda um réttindi yfir fasteignum og lausafé. Áhersla er lögð á fasteignaréttindi. Á námskeiðinu eru megin hugtök á réttarsviðinu skýrð og farið yfir grundvallarreglur eignaréttar er snerta inntak eignarréttinda, stofnun, yfirfærslu og lok þeirra og vernd að lögum. Þá er fjallað um stjórnskipulega vernd þeirra og vernd eignarréttar samkvæmt Mannréttindasáttmála Evrópu. Helstu efnisatriði eru eftirfarandi: •Eignarhugtakið og skilgreining eignarréttar. •Flokkun eignarréttinda. Fjallað er um skiptingu eignarréttinda í bein og óbein eignarréttindi og einstök óbein eignarréttindi skýrð sérstaklega. •Stofnun eignarréttar og eignarheimildir. Fjallað er um ólíka stofnhætti og álitaefni sem rísa í sambandi við yfirfærslu eignarréttar. Einnig er sérstök umfjöllun um álitaefni tengd hefð. •Þinglýsing. Fjallað er um framkvæmd þinglýsingar, skilyrði þinglýsingar og þýðingu. Þá reynir á einstök álitaefni um þýðingu og áhrif þinglýsingar og mistök við þinglýsingar. •Fasteignir. Fjallað er um hugtakið fasteign, flokkun fasteigna og skráningu og reglur um skiptingu og mörk fasteigna og skiptingu lands í eignarlönd og þjóðlendur. Fjallað er um eignarráð fasteignareiganda og í því sambandi lögð áhersla á takmarkanir á eignarráðum fasteignareiganda vegna reglna opinbers réttar á sviði auðlinda-, umhverfis- og skipulagslöggjafar og takmarkanir vegna réttinda annarra fasteignareigenda. Leyst er úr álitaefnum þar sem reynir á reglur nábýlisréttar og svo lögfestar reglur, s.s. á sviði skipulagslöggjafar og fjöleignarhúsalaga. •Fjallað er um ólík eignarform og þá einkum sérstaka sameign. •Stjórnskipuleg vernd eignarréttar og vernd eignarréttar skv. Mannréttindasáttmála Evrópu. •Eignarnám og framkvæmd þess. •Veðréttur. Fjallað er um hugtakið veðréttindi og grunnreglur um stofnun veðréttinda, með aðaláherslu á stofnun samningsveðs og inntak þeirra réttarreglna sem um það gilda. Einnig er farið yfir afmörkun samningsveðs, sérreglur um ákveðnar tegundir veðs og lok samningsveðs.
Námsmarkmið
Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa öðlast næga þekkingu til að geta: - lýst viðfangsefnum eignaréttar og útskýrt samband eignaréttar og annarra sviða fjármunaréttar. - Skilgreint og útskýrt helstu hugtök réttarsviðsins. - Gert grein fyrir og útskýrt inntak helstu reglna réttarsviðsins með tilvísun til viðeigandi réttarheimilda og lögskýringargagna. - Gert grein fyrir og borið saman helstu kenningar fræðamanna er snerta það efni sem farið er yfir. -Leikni: Þá skulu nemendur hafa öðlast hæfni til að geta: - Afmarkað álitaefni af eignarréttarlegum toga og tengjast helstu efnisatriðum námskeiðsins. - Greint slík álitaefni og útskýrt helstu lagarök sem koma til greina við úrlausn þess. - Rökstutt munnlega og skriflega úrlausn þeirra á grundvelli viðeigandi lögskýringarsjónarmiða og með vísan til viðeigandi réttarheimilda og lögskýringargagna. -Hæfni: - Nemendur geti hagnýtt sér þekkingu sína og leikni innan eignaréttar í starfi og/eða frekara námi. - Nemendur hafi tileinkað sér sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og geti tekið sjálfstæðar og faglegar ákvarðanir, bæði einir og í samvinnu við aðra. Námsmat: verkefni 40% og lokapróf 60% Lesefni: Kaflar úr eignarétti I. Þorgeir Örlygsson, 1998. Veðréttur. Þorgeir Örlygsson, Codex 2002. Þinglýsingarlög: skýringarrit. Eyvindur G. Gunnarsson og Þorgeir Örlygsson, Codex 2011. Valdir kaflar úr öðrum fræðiritum og tímaritsgreinar. Kennsluaðferðir: Fyrirlestrar og verkefna- og umræðutímar. Nemendum er eftir atvikum skipað í les- og vinnuhópa og er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda. Tungumál: Íslenska L-407 Fjármunaréttur V - Raunhæft málflutningsverkefni 6 ECTS Ár: 2. ár Önn: Vorönn 2019 Stig námsgreinar: Grunnnám Tegund námskeiðs: Skylda Undanfarar: L-105-FJA1, Fjármunaréttur I - Samninga-, skaðabóta-, og kröfuréttur I L-205-FJA2, Fjármunaréttur II - Kröfuréttur II L-305-FJA3, Fjármunaréttur III - Bótaréttur L-406-FJA4, Fjármunaréttur IV - Eignaréttur Skipulag: Námskeið kennt í þriggja vikna lotu í síðasta hluta annar Kennari: Heimir Örn Herbertsson og Kristín Haraldsdóttir Lýsing: Í upphafi námskeiðsins er lögð fram atvikalýsing um lögfræðilegt ágreiningsefni á sviði fjármunaréttar. Nemendum er skipt í málflutningshópa sem ýmist er ætlað að undirbúa og flytja einkamál um ágreininginn fyrir stefnendur eða stefndu. Nemendur semja ýmist stefnu eða greinargerð, þingfesta málið og fylgja því eftir fram að aðalmeðferð. Nemendur undirbúa málflutning og flytja málið munnlega. Nemendur í einum málflutningshópi eru síðan dómarar í öðrum hópi og semja og kveða upp dóm í því máli. Samhliða skjalagerð og undirbúningi málflutnings sækja nemendur fyrirlestra um einkamálaréttarfar, samningsgerð, um gerð stefnu og greinargerðar, undirbúning málflutnings, málflutninginn sjálfan og um dómasamningu. Þá fá nemendur sérstaka þjálfun í að tjá sig munnlega um lögfræðileg efni. Lærdómsviðmið: -Þekking: Að námskeiði loknu eiga nemendur að hafa þekkingu á undirstöðuatriðum, ræðumennsku og málflutningi, sem og stjórn þinghalda. -Leikni: Nemendur hafa öðlast leikni í gerð málflutningsskjala og þjálfast í rekstri dómsmáls, undirbúningi málflutnings og í munnlegum flutningi einkamáls. Við lok námskeiðs hafi nemendur einnig öðlast innsýn í samningu dóms. -Hæfni: Síðast en ekki síst öðlist nemendur hæfni til að hagnýta ofangreinda þekkingu sína í starfi og / eða frekara námi. Hæfni á þessu sviði öðlast nemendur með því að ástunda sjálfstæð vinnubrögð í námskeiðinu, en jafnframt með óeigingjörnu framlagi til þeirrar hópavinnu sem fram fer.
Námsmat
verkefni 40% og lokapróf 60%
Lesefni
Ekkert skráð lesefni.
Kennsluaðferðir
Fyrirlestrar og verkefna- og umræðutímar. Nemendum er skipað í les- og vinnuhópa og er gert ráð fyrir virkri þátttöku nemenda.
TungumálEkkert skráð tungumál.
Nánari upplýsingarFjármunaréttur V - Raunhæft málflutningsverkefniSkyldaL-407-FJA56 Einingar
Haustönn/Fall 2024
Nánari upplýsingarHugverkarétturSkyldaL-304-HOFU6 Einingar
Nánari upplýsingarVerðbréfamarkaðsrétturSkyldaL-501-VERB8 Einingar
Nánari upplýsingarSkattarétturSkyldaL-502-SKAT8 Einingar
Nánari upplýsingarÞjóðarétturSkyldaL-503-THJR8 Einingar
Nánari upplýsingarSakamálaréttarfarSkyldaL-605-SARE7,5 Einingar
Nánari upplýsingarAðferðafræði II: LagakenningarSkyldaL-609-ALRE7,5 Einingar
Nánari upplýsingarBA ritgerðValnámskeiðL-611-BACR15 Einingar